Sauðkrækingar styrkja sig

Pavel Ermolinskij og lærisveinar hans hafa fengið liðstyrk.
Pavel Ermolinskij og lærisveinar hans hafa fengið liðstyrk. mbl.is/Hákon Pálsson

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við Lettann Davis Geks og mun hann leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Geks er 27 ára skotbakvörður, sem lék síðast með Leipja í efstu deild Eistlands. Hann hefur einnig leikið í heimalandinu, í Litháen og á Spáni.

Tindastóll er í sjötta sæti Subway-deildarinnar, með 14 stig. Pavel Ermolinskij tók á dögunum við liðinu.  

mbl.is