Milwaukee steinlá fyrir Boston

Jayson Tatum skoraði 40 stig í nótt.
Jayson Tatum skoraði 40 stig í nótt. AFP/Patrick Smith

Milwaukee Bucks sá ekki til sólar á heimavelli þegar Boston Celtics kom í heimsókn í NBA-deildinni í körfuknattleik. Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir stórleik í liði Boston, sem vann 140:99-sigur.

Tatum skoraði 40 stig og tók átta fráköst og var stigahæstur í leiknum.

Brown bætti við 30 stigum, fimm fráköstum og fimm stoðsendingum.

Stigahæstur hjá Milwaauke var Grikkinn öflugui, Giannis Antetokounmpo, með 24 stig og sjö fráköst.

Denver Nuggets tapaði sömuleiðis sannfærandi fyrir New Orleans Pelicans, 88:107, og saknaði bersýnilega Serbans  Nikola Jokic sárt.

Brandon Ingram var stigahæstur í leiknum með 31 stig fyrir New Orleans. Náði hann auk þess þrefaldri tvennu þar sem Ingram tók 11 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 21 stig og sjö stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert