„Ég veit að ég er ekki gömul“

„Ég var fyrst og fremst í körfubolta því ég hafði gaman af því,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í körfuknattleik, í Dagmálum.

Hallveig, sem er 27 ára gömul, ákvað að leggja skóna nokkuð óvænt á hilluna á dögunum.

„Þetta var samt komið út í það að vera vinna, æfing og leikur, allar vikur, og þetta var í raun það eina sem maður gerði,“ sagði Hallveig.

„Þetta var klárlega þess virði því mér finnst þetta svo gaman en ég fann það undir lok tímabilsins núna að þetta var orðið aðeins of mikið.

Ég veit að ég er ekki gömul og ég er mjög meðvituð um það, en á sama tíma er ég mjög sátt með minn feril í meistaraflokki sem hófst þegar að ég var mjög ung,“ sagði Hallveig meðal annars.

Viðtalið við Hallveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hallveig Jónsdóttir.
Hallveig Jónsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert