Áfram á Sauðárkróki

Davis Geks heldur á Íslandsbikarnum ásamt Sigtyrggi Arnari Björnssyni.
Davis Geks heldur á Íslandsbikarnum ásamt Sigtyrggi Arnari Björnssyni. mbl.is/Óttar Geirsson

Lettneski körfuknattleiksmaðurinn David Geks hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við fráfarandi Íslandsmeistara Tindastóls. 

Geks gekk til liðs við Tindastól í febrúar í fyrra og varð Íslandsmeistari með liðinu um vorið. 

Félagið segir jafnframt að lykilmennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Ragnar Ágústsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Adomas Drungilas séu allir með samning út næsta tímabil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert