Frakkinn áfram í Þorlákshöfn

Jordan Semple í leik með Þór.
Jordan Semple í leik með Þór. mbl.is/Arnþór Birkisson

Franski körfuknattleiksmaðurinn Jordan Semple hefur samið við Þór í Þorlákshöfn á nýjan leik og spilar áfram með liðinu næsta vetur.

Jordan er 31 árs gamall framherji sem þar með leikur sitt  fimmta tímabil hér á landi því hann spilaði fyrst með ÍR, síðan með KR og á nú að baki tvö tímabil með Þór.

Hann kom til Íslands árið 2021 frá Kataja í Finnlandi en hafði áður leikið með Jämtland í Svíþjóð, Lorient í Frakklandi, Hapoel Haemek í Ísrael, Academic Plovdiv í Búlgaríu og Juaristi á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert