Slóveninn fór fyrir sínum mönnum

Luka Doncic knúsar Kyrie Irving.
Luka Doncic knúsar Kyrie Irving. AFP/Stephen Maturen

Dallas Mavericks hafði betur gegn Minnesota Timberwolves, 108:105, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildar bandaríska NBA-körfuboltans í Minneapolis í nótt. 

Dallas er þar með komið 1:0-yfir í einvíginu en fjóra sigra þarf til að komast í úrslit NBA. 

Slóveninn Luka Doncic fór fyrir sínum mönnum í Dallas en hann skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. 

Hjá Minnesota skoraði Anthony Edwards 19 stig, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar. 

Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt laugardags, einnig í Minneapolis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert