Gunnar á leið til Kaupmannahafnar

Næsti bardagi Gunnars Nelson verður í Kaupmannahöfn þann 28. september …
Næsti bardagi Gunnars Nelson verður í Kaupmannahöfn þann 28. september næstkomandi. Ljósmynd/UFC

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun berjast í Kaupmannahöfn í Danmörku þann 28. september næstkomandi en þetta var staðfest í dag. Gunnar mætir þar Brasilíumanninum Thiago Alves en hann er 35 ára gamall og á 26 bardaga að baki hjá UFC. 

Gunnar barðist síðan gegn Leon Edwards í apríl á þessu ári þar sem hann beið ósigur en þetta verður annar bardagi Gunnars  á árinu. Alves hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum og því ljóst að það verður hart barist í Kaupmannahöfn í september.

Þetta er í fyrsta sinn sem bardagakvöld á vegum UFC er haldið í Kaupmannahöfn og er bardagi Gunnars og Alves fyrsti staðfesti bardagi kvöldsins.

mbl.is