Hjólið hrundi í sundur í miðri keppni

Alex Porter nýfallinn af hjólinu í morgun. Eins og sjá …
Alex Porter nýfallinn af hjólinu í morgun. Eins og sjá má er stýrið horfið af því. AFP

Ástralski hjólreiðamaðurinn Alex Porter lenti í slæmu óhappi í undanúrslitum hjólreiða karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Ástralska liðið, skipað fjórum keppendum, freistaði þess að ná einum af fjórum bestu tímunum til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Eftir um þrjá hringi rifnaði stýrið á hjóli Porter hreinlega af og hann hrundi niður á brautinni.

Porter var sem betur fer aftastur af keppendunum fjórum, hefði hann verið fyrir miðju hefði hann tekið allt liðið niður með sér.

Ástralska liðið fékk annað tækifæri til þess að ná einum af fjórum bestu tímunum í sameiningu eftir að hjól Porters var lagað en hann var sýnilega þjakaður af meiðslum þótt hann hafi gert sitt besta í annarri tilraun.

Áströlunum, sem voru taldir eitt sigurstranglegasta liðið á leikunum, tókst því að lokum ekki að ná einum af fjórum bestu tímunum og hafa því lokið keppni.

Porter svekktur eftir að hjólið hans gaf sig.
Porter svekktur eftir að hjólið hans gaf sig. AFP
mbl.is