Með ónýtan völl og hent út úr höll

Kári Jónsson er yfirmaður frjálsíþróttamála hjá Íþróttasambandi fatlaðra og hefur …
Kári Jónsson er yfirmaður frjálsíþróttamála hjá Íþróttasambandi fatlaðra og hefur þjálfað fyrir sambandið í 23 ár. Ljósmynd/ÍF

Kári Jónsson, yfirmaður frjálsíþróttamála hjá Íþróttasambandi Íslands, segir að það sé raunsætt markmið að fara með helmingi fleira frjálsíþróttafólk á Ólympíumót fatlaðra í París árið 2024 en keppti á mótinu sem nú stendur yfir í Tókýó.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir varð sjöunda í kúluvarpi og áttunda í langstökki í flokki hreyfihamlaðra og Patrekur Andrés Axelsson varð sjöundi í 400 metra hlaupi í flokki blindra en þau kepptu í sínum greinum um helgina.

„Þau Bergrún og Patrekur eru bæði ný á þessu alþjóðasviði og við erum með fleiri keppendur sem voru mjög nálægt því að fá keppnisrétt hérna. Þrjár stúlkur í viðbót náðu lágmörkum en þegar heimslistinn bættist við misstu þær naumlega af því. Það munaði rosalega litlu að við værum fleiri. Við vonumst til þess að þessi hópur verði mjög öflugur og við verðum örugglega með fleiri eftir þrjú ár,“ sagði Kári þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Tókýó.

Patrekur Andrés Axelsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir á æfingu frjálsíþróttafólksins …
Patrekur Andrés Axelsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir á æfingu frjálsíþróttafólksins í Tókýó. Ljósmynd/ÍF

Æft í frosnum gámi

Kári sagði að ýmsu væri ábótavant þegar kæmi að umgjörðinni í kringum frjálsíþróttir á Íslandi og ekki hefði ástandið batnað þegar gripið var til aðgerða gagnvart kórónuveirunni.

„Ýmislegt hefur bjátað á. Laugardalsvöllurinn hefur verið ónýtur í þrjú ár og okkur var hent út úr frjálsíþróttaaðstöðunni í Laugardalshöll í vetur. Er öllum sama? Er samt ætlast til þess að ná árangri? Okkur er hent út úr höllinni og hent út af vellinum og sagt að éta bara það sem úti frýs. Við reyndum að gera okkar besta og vorum í vetur með lyftingaæfingar í óupphituðum og frosnum gámi á kastsvæðinu í Laugardal."

Viðtalið við Kára er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert