Stelpurnar komnar í aðalkeppnina

Arna Karen Jóhannsdóttir sigraði grænlenskan andstæðin í dag og er …
Arna Karen Jóhannsdóttir sigraði grænlenskan andstæðin í dag og er komin áfram í aðalkeppni badmintonmótsins á RIG. BSÍ - Hrund Guðmundsdóttir

Í dag var spiluð undankeppni í einliðaleik karla og kvenna á Iceland International, badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games. Þrjár íslenskar stelpur náðu að spila sig inn í aðal keppnina sem hefst á morgun föstudag en strákarnir eru allir dottnir úr keppni.

Arna Karen Jóhannsdóttir sigraði í dag grænlensku stúlkuna Söru Lindskov Jackobsen 21-16 og 21-16 og tryggði sér þar með sæti í aðalkeppninni á morgun. Þar mætir hún Rebeccu Kuhl frá Svíþjóð. Þórunn Eylands tryggði sér einnig sæti í aðalkeppninni en hún vann Katrínu Völu Einarsdóttur sem áður hafði unnið skosku stúlkuna Lauru Muir. Þórunn fær tékkneskan andstæðing á morgun, Veroniku Dobiasova.

Margrét Jóhannsdóttir er hæst íslensku stelpnanna á heimslistanum og þurfti því ekki að taka þátt í undankeppninni í dag. Hún mætir á morgun Kati-Kreet Marran frá Eistlandi.

Badmintonkeppnin hefst á morgun klukkan 9:00 í TBR húsinu og verður spilað til klukkan 22:30. Keppt verður í öllum greinum, einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka