Sú norska fékk gult spjald

Tvö íslensk pör eru komin í átta liða úrslit í tvenndarleik á Iceland International, badmintonmóti WOW International Games.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir sigruðu norska parið Natalie Syvertsen og Magnus Christensen í 16 liða úrslitum í æsispennandi þriggja lotu leik, 16-21, 21-19 og 21-19. Sú norska sló síðasta bolta leiksins útaf vellinum, var ekki ánægð með það og kastaði spaðanum í gólfið. Hún fékk að launum gult spjald frá dómaranum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir sigruðu spænska parið Alberto Zapico og Lorena Usle í 16 liða úrslitunum. Spánverjarnir voru raðaðir númer fjögur í mótið vegna stöðu sinnar á heimslistanum og því árangurinn mjög góður hjá Kristófer og Margréti.

Svo óheppilega vill til að íslensku pörin mætast í átta liða úrslitunum í fyrramálið. Smellið hér til að skoða nánari úrslit badmintonmótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert