Gústaf sigraði í skvassi

Gústaf Smári Björnsson sigurvegari í skvasskeppni Reykjavíkurleikanna.
Gústaf Smári Björnsson sigurvegari í skvasskeppni Reykjavíkurleikanna. Ljósmynd/Kjartan Einarsson

Skvasskeppni Reykjavíkurleikanna lauk í dag en keppnin fór fram í húsnæði Skvassfélags Reykjavíkur á Stórhöfða.

Keppnisfyrirkomulagið var hreinn útsláttur og stóð Gústaf Smári Björnsson uppi sem sigurvegari að móti loknu. Ómar Hilmarsson var í öðru sæti og Gunnar Þórðarson í því þriðja. Björn Hrannar Björnsson vann keppni þeirra sem töpuðu í fyrstu umferð.

Verðlaunahafar í skvassi. Frá vinstri Kim Magnús Nielsen, mótsstjóri, Björn …
Verðlaunahafar í skvassi. Frá vinstri Kim Magnús Nielsen, mótsstjóri, Björn Hrannar Björnsson, Gunnar Þórðarson, Gústaf Smári Björnsson, Ómar Hilmarsson. Ljósmynd/Skvassfélag Reykjavíkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert