Maria með forystu í keilu

Maria Rodriguez er í forystu í keilukeppni Reykjavíkurleikanna að loknum …
Maria Rodriguez er í forystu í keilukeppni Reykjavíkurleikanna að loknum fyrsta keppnisdegi. KLÍ

Að loknum fyrsta degi í keilukeppni Reykavíkurleikanna er Maria Rodriguez frá Kólumbíu í forystu en hún spilaði á meðaltalinu 249 í dag. Í öðru sæti er Daria Pajak frá Póllandi og í því þriðja Danielle McEwan frá Bandaríkjunum. Þær keppa allar þrjár á atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri stærstu í heimi. Í fjórða sæti er Arnar Davíð Jónsson sem sigraði í Evrópumótaröðinni 2019 og varð í 5. sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 2019.

Í dag voru spilaðir fyrstu tveir riðlarnir í forkeppni mótsins en á morgun föstudag og laugardag verða spilaðir þrír riðlar til viðbótar. Úrslitakeppnin er svo á sunnudaginn en þar fá þátttökurétt bestu 24 úr forkeppninni. Úrslitaleikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV á sunnudag kl.14:30.

Á rigbowling.is má sjá stöðuna í forkeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert