Álit bankanna á mati Moody's

Stjórnendur bankanna telja að Moody's hafi hringlað með lánshæfismatið.
Stjórnendur bankanna telja að Moody's hafi hringlað með lánshæfismatið.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja en stjórnendur bankanna eru sammála um að þetta sé sama mat og þeir höfðu fyrir ári síðan og að síðastliðið ár hafi verið óþarflega mikill hringlandaháttur með lánshæfismatið.

Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings banka, segist telja
að nýtt lánshæfismat matsfyrirtækisins Moody's muni ekki hafa mikil,
áhrif, því markaðsaðilar hafi þegar gert ráð fyrir þessum breytingum. "Staðreyndin er hinsvegar sú að við erum nú með sama lánshæfismat og fyrir tólf mánuðum síðan, sem er ágætis lánshæfismat og mun ekki hamla okkar rekstri," sagði Hreiðar Már í samtali við Morgunblaðið.

Jafn sterkt og fyrir ári
Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að lánshæfismat Landsbankans sé traust og gott. „Almennt lánshæfismat Landsbankans er núna nákvæmlega það sama og það var áður en öll þessi hringekja byrjaði hjá Moody's," sagði Halldór. Hann sagði að ef horft væri til sögu lánshæfismat bankans að það hefði styrkst jafnt og þétt í gengum árin og væri að styrkjast nú ef litið væri framhjá þessum sviptingum síðastliðið ár.

Gott að óvissan er að baki
Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, segir að það sé gott að þessi óvissa varðandi lánshæfismatið sé að baki og nú sé hægt að einbeita sér að því að vinna út frá þessum forsendum. Öll óvissa sé að slæm og þeir séu afar ósáttir með þá miklu hreyfingu sem hafi verið á þessum einkunnum  Moody's. Fyrst hefði lánshæfismatið hækkað mikið og síðan farið niður aftur, sem sé óheppilegt. „Við höldum áfram að vinna og tökum til athugunar þær athugasemdir sem settar eru fram í matinu," sagði Lárus ennfremur.

Langtímaeinkunn Kaupþings var lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en einkunn Glitnis og Landsbankans um 2 flokka, í A2.

Lesa má nánar um viðbrögð stjórnenda viðskiptabankanna í Morgunblaðinu í fyrramálið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK