Engin greiðslustöðvun í dag

Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group. mbl.is/Ómar

Greiðslustöðvunarbeiðni Baugs Group Hf. og nokkurra dótturfélaga þess, meðal annars BG Holding ehf, verður ekki tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr en á morgun. Beiðnin var lögð fram á á miðvikudagsmorgun og upphaflega átti að taka hana fyrir í dag.

Hún mun því verða lögð fram á svipuðum tíma og beiðni skilanefndar Landsbankans um að BG Holding verði tekið til greiðslustöðvunar í Bretlandi fer fyrir dómara þar í landi. Það mun gerast klukkan tíu í fyrramálið. BG Holding er eignarhaldsfélag í eigu Baugs og á meðal annars Iceland Foods, House of Frasier og leikfangaverslunarkeðjuna Hamleys.

Skilanefndin vill að að BG Holding fari í greiðslustöðvun í Bretlandi þar sem hún fær þá að skipa aðstoðarmann sem færi með málefni félagsins á meðan að á henni stæði. Ef greiðslustöðvunin hér á Íslandi verður samþykkt er það skuldarinn, Baugur Group, sem ræður aðstoðarmann til að fylgjast með starfseminni.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir