Fallist á beiðni Mosaic um gjaldþrotaskipti

mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á beiðni bresku tískuvörukeðjunnar Mosaic Fashions um gjaldþrotaskipti. Er fallist á beiðnina þar sem ljóst sé að keðjan getur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum og ekki er líklegt að greiðsluerfiðleikar fyrirtækisins leysist á næstunni.

Var Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttalögmaður, skipaður bústjóri þrotabúsins.

Mosaic Fashions fór í greiðslustöðvun þann 3. mars sl. Nýtt félag, Aurora Fashions sem er í eigu Nýja Kaupþings og lykilstjórnenda Mosaic, tók yfir helstu eignir félagsins, það er Karen Millen, Warehouse, Oasis,
Coast og Anoushka G. Shoe Studio var selt til Dune og eignir Principles voru seldar til Debenhams.

Baugur Group átti 49% hlut í Mosaic Fashions og Kaupþing átti 20% hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK