Hafa stefnt fjármálalífinu í hættu

Davíð Oddsson greindi frá tilurð minnisblaðsins í viðtali við Kastljósið.
Davíð Oddsson greindi frá tilurð minnisblaðsins í viðtali við Kastljósið.

„Það er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel hreinar ógöngur,“ segir í niðurstöðu í minnisblaði Seðlabankans eftir fundi starfsmanna bankans með bankamönnum í London í febrúar 2008.

„Það er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandi verði þá úr sögunni. Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg. Ekki er hægt að útiloka að miklu fyrr rætist úr markaðsaðstæðum og aðgengi að fjármagni en nú talið. Ekkert bendir þó enn til þess og ef menn láta sér nægja að lífa í voninni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verður að vonin rætist ekki,“ segir orðrétt í niðurstöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK