Fengu 54,7 milljarða afskrifaða

mbl.is

Bankarnir höfðu í lok júní sl. fellt niður skuldir hjá átta tilteknum fyrirtækjum upp á samtals 54,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar sértækri skuldaaðlögun.

Samkvæmt lögum eiga fjármálafyrirtækin að skila upplýsingum til eftirlitsnefndarinnar í hverjum ársfjórðungi um þau fyrirtæki sem hafa fengið afskrifað meira en einn milljarð króna. Átt er við eftirgjöf skulda sem getur falið í sér lækkun höfuðstóls, breytingu skuldar í víkjandi lán eða breytingu á víkjandi láni í hlutafé eða annað eigið fé.

Í skýrslu eftirlitsnefndarinnar kemur fram að 30. júní sl. hefðu átta fyrirtæki fengið meira en einn milljarð í eftirgjöf skuldar. Samtals eru þetta 54,7 milljarðar króna. Ekki kemur fram í skýrslunni hvaða fyrirtæki þetta eru, en hins vegar segir að um sé að ræða þrjú fasteignafyrirtæki sem hafi fengið felldar niður 30,3 milljarða. Hin fimm fyrirtækin fengu fellda niður 24,3 milljarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka