Landsframleiðslan jókst um 1,2%

AP

Landsframleiðsla jókst um 1,2% að raungildi frá 2. ársfjórðungi 2010 til 3. ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 4,2%. Einkaneysla jókst um 3,8% en fjárfesting dróst saman um 5,6%. Samneysla dróst saman um 0,6%.

Á sama tímabili jókst útflutningur um 0,8% og innflutningur um 6,8%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára, segir á vef Hagstofu Íslands.

5,5% samdráttur fyrstu níu mánuði ársins

Samanburður við 3. ársfjórðung 2009, á landsframleiðslu án árstíðaleiðréttingar, sýnir samdrátt um 1,6% á milli tímabila.

Á umbrotatímum eins og nú, er óvissa við árstíðaleiðréttingar mikil. Þetta á sérstaklega við um lítil hagkerfi eins og það íslenska, segir á vef Hagstofunnar.

Landsframleiðsla fyrstu níu mánuði ársins 2010 dróst saman um 5,5% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2009.

Einkaneysla tekur við sér eftir samdrátt í hálft ár

Einkaneysla (árstíðaleiðrétt) jókst um 3,8% frá 2. ársfjórðungi til 3. ársfjórðungs í ár. Þessi vöxtur kemur eftir samdrátt síðustu tvo ársfjórðunga. Sé miðað við sama ársfjórðung árið áður jókst óárstíðaleiðrétt einkaneysla um 1,8% en dróst saman um 3,4% á milli 2. ársfjórðungs 2010 og 2009.

Sjöundir ársfjórðungurinn í röð þar sem samneysla dregst saman

Samneysla (árstíðaleiðrétt) dróst saman um 0,6% frá 2. ársfjórðungi til 3. árs-fjórðungs 2010 og er þetta sjöundi ársfjórðungurinn í röð þar sem samneyslan dregst saman á milli ársfjórðunga. Óárstíðaleiðréttar tölur í fjórðungnum sýna 2,9% samdrátt frá sama fjórðungi árið áður.

Fjárfesting (árstíðaleiðrétt) dróst saman á 3. ársfjórðungi samanborið við ársfjórð-unginn á undan og nemur lækkunin 5,6%. Fjárfesting atvinnuvega dróst saman um 9,6%. Fjárfesting hins opinbera jókst hins vegar um 0,6% og íbúðafjárfesting um 4,1%. Óárstíðaleiðréttar tölur sýna 10,8% samdrátt fjárfestingar á 3. ársfjórðungi miðað við sama fjórðung árið 2009.

„Birgðaskýrslur Hagstofunnar sýna að á 3. ársfjórðungi hafa birgðir minnkað um tæpa 2 milljarða á verðlagi ársins og munar þar mestu um minni birgðir afurða stóriðju en einnig minni birgðir sjávarafurða en á móti koma auknar birgðir rekstrarvara.

Aukning í einkaneyslu er helsta ástæða þess að þjóðarútgjöld (árstíðaleiðrétt) aukast um 4,2% á 3. ársfjórðungi samanborið við 2. ársfjórðung.

Óárstíðaleiðréttar tölur sem bornar eru saman við samsvarandi tímabil á fyrra ári sýna 0,5% samdrátt þjóðarútgjalda.

Útflutningur (árstíðaleiðréttur) jókst um 0,8% frá 2. ársfjórðungi til 3. ársfjórðungs 2010. Vöruútflutningur dregst saman um 0,6% en þjónustuútflutningur eykst um 3,1%. Innflutningur (árstíðaleiðréttur) jókst um 6,8% frá fyrri ársfjórðungi. Þar af jókst vöruinnflutningur um 11% og þjónustuinnflutningur um 0,8%. Óárstíðaleiðréttar tölur sýna 0,1% samdrátt útflutnings og 1,6% aukningu innflutnings frá sama fjórðungi fyrra árs," segir á vef Hagstofunnar.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK