Lánshæfiseinkunnir skipta máli

Friðrik Már Baldursson.
Friðrik Már Baldursson.

Íslenska hagkerfið missti tekjur upp á um 50 milljarða í fyrra vegna þess að hagkerfið dróst saman á árinu og ef enginn hagvöxtur verður í ár munu Íslendingar hafa tapað um 300 milljörðum króna á þremur árum samanborið við eðlilegan hagvöxt á þessu tímabili, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, hagfræðiprófessors við Háskólans í Reykjavík.

Á fundi Viðskiptaráðs um Icesave samkomulagið sagði Friðrik að fólk geti haft sínar skoðanir á mikilvægi lánshæfismatseinkunum og fyrirtækjunum sem veita þær. Hins vegar verði ekki horft framhjá því að einkunnirnar hafa áhrif á fjármögnunarmöguleika og –kostnað ríkja. Matsfyrirtækið Moody‘s hefur sagt að væntanlega muni það færa Ísland niður í svokallaðan ruslflokk ef samningurinn verður ekki samþykktur. Hann sagðist ekki vilja vera með svokallaðan hræðsluáróður hvað þetta varðar, en áhrif af slíkri lækkun gætu orðið alvarleg.

Friðrik segir ekki spurningu um það hvort lækkun hefði áhrif á íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki, heldur hver þau yrðu. Lækkun á lánshæfiseinkunn myndi gera nýfjárfestingu erfiðari og dýrari sem og endurfjármögnun á þeim skuldum sem þegar hefur verið stofnað til. Íslenska ríkið, sveitarfélög og opinber fyrirtæki munu þurfa að endurfjármagna hundruð milljarða króna á næstu árum og lægri einkunn gæti gert slíka endurfjármögnun dýrari og erfiðara.

Þá metur Friðrik það sem svo að með því að samþykkja Icesave samkomulagið aukist líkurnar á því að hægt sé að létta af gjaldeyrishöftum. Hann sagði hins vegar að ekki sé hægt að ábyrgjast neitt um afleiðingar kosninganna um helgina, hver sem úrslitin verða. Allt verði að leiða að líkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK