Hagnaður Marels eykst

Hagnaður Marels nam 8,8 milljónum evra á fyrsta fjórðungi ársins, jafnvirði 1,45 milljörðum króna, samanborið við 5,6 milljóna evra hagnað á sama tímabili árið áður.

Tekjur fyrsta ársfjórðungs námu 153,5 milljónum evra, sem er 19,1% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Theo Hoen, forstjóri Marels, segir í tilkynningu, að árið fari vel af stað og stjórnendur séu ánægðir með afkomu fyrsta ársfjórðungs. Enn á ný hafi náðst  langtímamarkmið um rekstrarhagnað upp á 10‐12% af veltu.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir