Spænskir og ítalskir bankar komu best út

Spænski bankinn Catalunya Caixa er einn þeirra átta banka sem …
Spænski bankinn Catalunya Caixa er einn þeirra átta banka sem ekki stóðust álagsprófið Reuters

Helstu bankar Spánar og Ítalíu komu best út í álagsprófi evrópskra bankayfirvalda sem kynnt var á föstudag. Er þetta talið geta komið þeim til góða varðandi frekari fjármögnun. Greint er frá þessu á vef Financial Times í kvöld. 

Átta bankar af níutíu stóðust ekki álagsprófið og hefur það vakið spurningar um hvort prófið hafi verið of léttvægt.

Af þeim 8 sem stóðust ekki próf voru fimm spænskir, tveir grískir og einn austurrískur. Álagsprófin eiga að kanna stöðu bankanna til að tryggja að bankarnir hafi nægilegan höfuðstól til að standast erfiðar efnahagssveiflur.

Meðal banka sem komu best út eru spænsku bankarnir BBVA og Santander og ítalski bankinn Intesa Sanpaolo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK