Loðinn og krúttlegur AGS

Martin Wolf í Hörpu í dag.
Martin Wolf í Hörpu í dag.

„Við elskum öll hinn nýja „loðna og krúttlega" Alþjóðagjaldeyrissjóð," sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur breska blaðsins Financial Times, í lok pallborðsumræðna á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu.

Nokkur umræða hafði spunnist í pallborðinu um að sjóðurinn hefði sýnt á sér nýtt andlit í samstarfinu við Ísland.

„Ég óska ykkur góðs og hugsið ykkur afar vel um áður en þið takið upp evruna," sagði Wolf, sem stýrði pallborðsumræðunum. „Ef þið farið á evrusvæðið eruð þið að ganga í Þýskaland."

Hann sagðist hafa lifað afar fróðlegan sólarhring hér á landi og jafnvel orðið fyrir innblæstri.  Auk Wolfs tóku þau Gylfi Zoëga prófessor, Paul Krugman hagfræðingur,
Nemat Shafik, aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Simon Johnson hagfræðingur til máls.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK