Creditinfo til Jamaíku

Höfuðstöðvar Creditinfo Group að Höfðabakka 9
Höfuðstöðvar Creditinfo Group að Höfðabakka 9 Ernir Eyjólfsson

Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíku. Um er að ræða fyrsta fyrirtækið á Jamaíku sem fær leyfi til að innleiða fjárhagsupplýsingakerfi (Credit Bureau), samkvæmt tilkynningu.

Starfsleyfið veitir fjármálaráðherra á grundvelli laga sem samþykkt voru árið 2010. Creditinfo Jamaica mun nú starfa undir eftirliti Seðlabankans á Jamaíku.

Kristinn Örn Agnarsson, sem hefur unnið að verkefninu fyrir Creditinfo Group, gerir ráð fyrir að öll skilyrði fyrir leyfisveitingu verði uppfyllt eigi síðar en í lok júlí á þessu ári, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir