Hagnaðurinn 42,1 milljón dala

Höfuðstöðvar New York Times á Manhattan
Höfuðstöðvar New York Times á Manhattan AP

Útgáfufélag New York Times, Boston Globe, International Herald Tribune og About.com hagnaðist um 42,1 milljón Bandaríkjadala, eða 28 sent á hlut, á fyrsta ársfjórðungi. Er þetta mun meiri hagnaður heldur en a sama tíma í fyrra er hagnaðurinn nam 5,4 milljónum dala eða 4 sentum á hlut.

70% af hagnaðinum er tilkominn vegna sölunnar á Regional Media Group, sem gefur út 16 dagblöð, í janúar. Salan skilaði 140 milljónum dala í reiðufé. Tekjurnar drógust saman um 0,3% á fyrsta ársfjórðungi og voru 499,4 milljónir dala. Auglýsingatekjur útgáfunnar drógust saman um 8,1% á fyrsta ársfjórðungi en sala á blöðum jókst um 9,7%. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir