Landinn eyðsluglaður í útlöndum

Íslendingar eru duglegir að eyða í útlöndum
Íslendingar eru duglegir að eyða í útlöndum Reuters

Íslendingar eyða mun meiru á ferðalögum sínum í útlöndum heldur en þeir erlendu ferðamenn sem koma hingað til lands. Skiptir þar engu að landsmenn ferðist sjaldnar til útlanda en þeir gerðu fyrir hrun og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað mikið. Þetta er meðal þess sem kom fram á kynningu á hagspá greiningardeildar Arion banka í morgun.

Krónan á eftir að veikjast um 5% á hverju ári næstu árin, að sögn Davíðs Stefánssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Útlit er fyrir að hún fari ekki að styrkjast fyrr en árið 2015.

Að sögn Davíðs er talsverður munur eftir árstíðum hvernig gengi krónunnar þróast en gengi hennar hækkar á sumrin þegar ferðamenn koma hingað til lands.

Davíð fór yfir stöðu Íslands á fundi í Arion banka í morgun en að hans sögn eru Íslendingar að greiða miklu hærri vexti af skuldum til erlendra aðila heldur en við erum að fá í vexti af eignum landsins. Gjaldeyrisforðinn sé til að mynda allur tekinn að láni en á síðasta kostaði gjaldeyrisforðinn íslenska ríkið 25 milljarða króna og í ár mun hann kosta íslenska þjóðarbúið 30 milljarða króna.

Hann segir að gengisbreytingar krónunnar byggi meira á innflutningi heldur en útflutningi. Því ef útflutningurinn er skoðaður þá hefur ekki magn áls, fiskafurða ofl. ekki aukist þrátt fyrir hærri tölur. Það eina sem í raun hafi aukist sé ferðaþjónustan. Hver ferðamaður sem hingað kemur er að eyða töluverðum fjármunum hér á landi en þeir nýju ferðamenn sem eru að koma hingað til lands eru hins vegar ekki að eyða miklum peningum hér ef horft er á tölur um tekjur af ferðamönnum. Aukningin virðist vera í ferðamönnum sem ferðast ódýrt og eyði litlu í heimsókninni.

Ef þetta er sett í samhengi við eyðslu Íslendinga þegar þeir fara út fyrir landsteinana segir Davíð þá er staðan önnur. Því þrátt fyrir að altalað sé hvað landsmenn hafi farið lítið til útlanda undanfarin ár þá tekst Íslendingum að eyða mun hærri fjárhæðum í útlöndum heldur en öllum þeim ferðamönnum sem koma hingað til lands. Munar þar háum fjárhæðum ef marka má tölur greiningardeildarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK