House of Fraser er ekki til sölu

Breska verslunarkeðjan House of Fraser.
Breska verslunarkeðjan House of Fraser. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsbankinn hyggst ekki selja hlut sinn í breska vöruhúsinu House of Fraser á næstunni, eins og fram kom í frétt breska blaðsins Daily Mail í gær. Markaðurinn er ekki talinn sérlega hagstæður núna fyrir slíka sölu. Ekki er óalgengt að breskir fjölmiðlar birti fréttir um eignir þrotabúa íslensku bankana, án þess að nokkur fótur sé fyrir þeim.

Þetta segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans.

„Við vegum og metum markaðsástandið og myndum fyrst fara í könnun á því hvort það séu réttar aðstæður til að selja þennan hlut,“ segir Páll. „Þetta er ekki í neinu söluferli eins og Daily Mail heldur fram og Landsbankinn er ekkert að hugsa um að selja þennan hlut á næstunni.

Það er mjög algengt að breska pressan birti fréttir sem eru byggðar á orðrómi, til dæmis hafa breskir fjölmiðlar birt ýmsar fréttir á undanförnum mánuðum um að Kevin Stanford hafi í hyggju að komast inn í stjórn House of Fraser.“

En bankinn hlýtur þó að hafa í hyggju að selja hlutinn?

„Bankinn er auðvitað í slitaferli og á endanum munum við selja þær eignir sem hann á, en það hefur verið stefnan frá upphafi að vega og meta hvenær rétti tíminn sé til þess. Stefnan er sú að bíða þar til hægt er að fá meira fyrir eignirnar,“ segir Páll.

Í frétt Daily Mail segir að Landsbankinn gæti fengið allt að 100 milljónir punda fyrir þennan 35% hlut sinn í House of Fraser. Er þessi tala nærri lagi? „Við tjáum okkur ekkert um þessa tölu. Bankinn á ýmsar eignir og stöðugt verið að vega og meta þessar eignir og hvernig best sé að fara með þær á sem hagstæðastan hátt fyrir kröfuhafa bankans.“

Frétt mbl.is : Landsbanki vill selja House of Fraser

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK