Olíuverð lækkar á ný

.
. mbl.is

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag en í gær voru birtar upplýsingar um að dregið hefur eftir orkueftirspurn í Bandaríkjunum.

Í New York hefur verið á hráolíu lækkað um 35 sent í dag og er 93,08 Bandaríkjadalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 33 sent og er 113,70 dalir tunnan.

Segja miðlarar að olíuverð hafi hækkað of mikið undanfarna daga vegna mikillar eftirspurnar sem byggði á vangaveltum sem ekki stóðust þar sem notkunin hefur minnkað á helsta neyslumarkaði heims, Bandaríkjunum. Olíuviðskipti eru gerð með framvirkum samningum og sú olía sem nú gengur kaupum og sölum verður afhent í september. 

Verð á eldsneyti hækkaði almennt um þrjár krónur í gær og fyrradag og er hækkunin rakin til þessarar hækkunar á heimsmarkaðsverði undanfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir