Skammstöfunin skiptir ekki máli

Frá fundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun
Frá fundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun Styrmir Kári Erwinsson

Seðlabankanum hefur yfirleitt gengið betur að spá hagvexti en verðbólgu og ástæða þess eru miklar sveiflur á gengi krónunnar. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Sagði hann sveiflurnar oft vera í veikum tengslum við undirliggjandi efnahagsaðstæður og að gengið slái sterkt út í verðbólgu í litlu hagkerfi landsins. Hagvaxtaráhrifin séu aftur á móti mun dempaðri meðal annars vegna gagnstæðra áhrifa viðskiptajöfnuðar og gengisbreytingar á þjóðarútgjöldum.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarsjóðs, var í pallborði á fundinum og sagði að helsta vandamálið væri þó ekki krónan. Sagði hann skammstöfun myntarinnar ekki skipta máli, heldur þurfi að búa krónunni það umhverfi að hægt sé að reka hana með skikkanlegum hætti. Meðal annars þurfi þar að huga að ábyrgð í ríkisfjármálum. Sagði hann hið svokallaða Íslandsálag sem væri búið að reikna á krónuna vera tilkomið að miklu leiti vegna óstöðugleika í efnahagsmálum.

Benti hann jafnframt á að nefnd með fulltrúum allra flokka hafi skilað af sér skýrslu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að krónan yrði til staðar á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK