Alvogen ráðið 30 starfsmenn á Íslandi

Alan Searles.
Alan Searles.

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen heldur áfram að byggja upp starfsemi sína á Íslandi. 30 starfsmenn hafa verið ráðnir á íslensku skrifstofu félagsins frá því starfsemi þess hófst hér á landi árið 2010. Hjá Alvogen samstæðunni starfa nú um 1.800 starfsmenn í 30 löndum.

Starfsmenn Alvogen á Íslandi hafa m.a. það hlutverk að leiða stefnumótun og verkefni sem snúa að samþættingu þróunar- og framleiðslueininga, skoðun fjárfestingatækifæra, fjármálum, og vörumerkja- og markaðsmálum fyrir samstæðuna. Róbert Wessman er forstjóri Alvogen, segir í fréttatilkynningu.

Alan Searles hefur verið ráðinn sem Global Validation Manager og mun starfa innan gæðasviðs Alvogen. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri löggildingar (validations) hjá Delta, forvera Actavis á Íslandi. Alan er með B.Sc. gráðu í hagnýtri eðlisfræði frá Cork Institute of Technology, Írlandi og B.A. gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Jónína S. Tryggvadóttir hefur verið ráðin sem Service Representative. Hún mun sinna ýmsum verkefnum sem snúa að daglegri starfsemi íslensku skrifstofunnar. Jónína lauk nýverið meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu tengda fyrirtækjum í kaffi iðnaðinum hér heima og erlendis og hefur m.a. séð um þjálfun starfsfólks, skipulagningu ýmissa viðburða og þjónustu á því sviði.

Unnur Ágústsdóttir hefur verið ráðin sem Director of Project Management Biosimilars. Hún starfaði áður hjá Arion banka og Íslandsbanka, m.a. sem forstöðumaður í Eignastýringu, á Viðskiptabankasviði og í Áhættustýringu. Undanfarin ár var megináhersla hennar á innleiðingu umbótaferla og ferlagreiningum. Unnur er viðskiptamenntuð með MPM gráðu í verkefnastjórnun, ACC réttindi markþálfa og próf í verðbréfamiðlun. Unnur leiðir ýmis sérverkefni sem tengjast þróun og framleiðslu líftæknilyfja hjá Alvogen.

Sigurlína Þóra Héðinsdóttir hefur verið ráðin sem Biosimilar Development Manager. Sigurlína starfaði áður sem vísindamaður á þróunardeild fyrir formúleringar líftæknilyfja hjá lyfjafyrirtækinu Sandoz og sem sérfræðingur í framleiðslueftirlitsdeild hjá Actavis á Íslandi. Sigurlína er lyfjafræðingur og útskrifaðist með M.Sc/Cand Pharm gráðu frá Háskóla Íslands árið 2004. Hjá Alvogen hefur Sigurlína umsjón með verkefnum er snúa að þróun og framleiðslu líftæknilyfja.

Jónína S. Tryggvadóttir.
Jónína S. Tryggvadóttir.
Sigurlína Þóra Héðinsdóttir.
Sigurlína Þóra Héðinsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK