Þriðji björgunarpakkinn miklu minni

Mótmælum á Grikklandi beint gegn Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Mótmælum á Grikklandi beint gegn Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. AFP

Mögulegur þriðji björgunarpakki fyrir Grikkland yrði miklu minni en fyrri björgunarpakkar að sögn Wolfgangs Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Ummælin féllu í samtali við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt í dag.

Spurður að því hvaðan hvernig nýr björgunarpakki yrði fjármagnaður sagði ráðherrann að það hefði ekki verið ákveðið. Hann lagði hins vegar áherslu á að björgunarsjóður evrusvæðisins væri „langt frá því að vera tómur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK