Störfum í ferðaþjónustu fjölgar ört

Ferðamenn við Geysi.
Ferðamenn við Geysi. mbl.is/Golli

Heildarframlag íslenskrar ferðaþjónustu til vergrar landsframleiðslu var um 389 milljarðar króna í fyrra. Það samsvarar um 21,6% af vergri landsframleiðslu, samkvæmt nýrri úttekt samtakanna World Travel and Tourism Council (WTTC). Samtökin eru ein stærstu hagsmunasamtök ferðaþjónustuaðila í heiminum.

Í úttektinni kemur jafnframt fram að fjöldi starfa innan ferðaþjónustunnar hafi verið 37.903 í fyrra, en þá eru störf í tengdum greinum tekin með. Það samsvarar um 21,9% af heildarstörfum á landinu. Hefur störfum fjölgað ört á undanförnum árum.

Fjárfesting í ferðaþjónustu nam 39,6 milljörðum króna í fyrra eða um 14,7% af heildarfjárfestingu. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar í ferðaþjónustu dragist saman um fjögur prósent á þessu ári.

Á heimsvísu er gert ráð fyrir að framlag ferðaþjónustu til heimsframleiðslu aukist um 4,3% á árinu. Fjöldi starfa innan ferðaþjónustunnar var um 266 milljónir í fyrra en áætlað er að hún hafi skapað um 8,9% af heildarfjölda starfa um heim allan, eða eitt af hverjum ellefu störfum.

David Scoswill, framkvæmdastjóri WTTC, segir í tilkynningu að árið 2013 hafi verið afar farsælt fyrir ferðaþjónustuna. Framlag greinarinnar til heimsframleiðslu hafi aukist fjórða árið í ár og vöxturinn sé gríðarlegur, sér í lagi í nýmarkaðsríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK