Fetar í fótspor fjölskyldunnar

Eyþór Jóvinsson hefur tekið við rekstri Bókabúðarinnar á Flateyri. Hann …
Eyþór Jóvinsson hefur tekið við rekstri Bókabúðarinnar á Flateyri. Hann rekur fyrir Vestfirzku verzlunina á Ísafirði.

Eyþór Jóvinsson hefur skrifað undir samning við Minjasjóð Önundarfjarðar um að hann taki við rekstri Bókabúðarinnar á Flateyri næstu 10 árin. Þar verður meðal annars rekið safn, verslun og kaffihús, en Eyþór rekur nú þegar Vestfirzku verzlunina á Ísafirði. BB.is fjallar um málið, en þar er haft eftir Eyþóri að móðir hans muni aðstoða við reksturinn, en hún rak sjálf bókabúðina í tugi ára. Segir hann að væntanlega þurfi hann svo að fjölga starfsfólki, bæði til að standa vaktina í bókabúðinni og Vestfirzku verzluninni.

Fjölskylda hóf rekstur fyrir 99 árum í sama húsi

Fjölskylda Eyþórs hóf rekstur í Bókabúðinni á Flateyri árið 1915 og rak þar verslun til ársins 1999, þegar henni var lokað. Lengst af hafði Jón Eyjólfsson, langafi Eyþórs, og kona hans, Guðrún Arnbjarnardóttir, umsjón með rekstrinum. Þegar rekstrinum var hætt 1999 festi Minjasjóður Önundarfjarðar kaup á húsinu ásamt öllum innanstokksmunum.

Haft er eftir Eyþóri að hann sjái fjölmörg tækifæri með bókabúðinni: „Rekstur hússins hefur verið Minjasjóði ákaflega erfiður undanfarin ár en ég sé aftur á móti fjölda tækifæra á Flateyri og í rekstri hússins. Áfram verður lögð áhersla á að varðveita og vernda húsið jafnframt því að halda uppi sýningu um sögu þess og sögu Flateyrar. Þá verður einnig verslun rekin þar á sumrin, líkt og undanfarin ár, þar sem bækur verða seldar eftir vigt, ásamt öðrum fallegum vörum,“ segir Eyþór. 

Bókaþorpið Flateyri

Eyþór segir að leynt og ljóst sé langtímamarkmiðið að byggja Flateyri upp sem lítið bókaþorp á Vestfjörðum, undir nafni Bókabúðarinnar. Bókahátíðin á Flateyri, sem var haldin í mars, var liður í því verkefni að hans sögn.

Innréttingin í versluninni er upprunaleg og hefur ekki verið breytt í rúm hundrað ár. Þá er á neðri hæð hússins einnig vel varðveitt íbúð þeirra kaupmannshjóna, Jóns og Guðrúnar, sem hefur haldist óbreytt frá andláti Jóns Eyjólfssonar. 

Bókabúðin á Flateyri var fyrst opnuð fyrir 99 árum af …
Bókabúðin á Flateyri var fyrst opnuð fyrir 99 árum af Jóni Eyjólfssyni, langafa Eyþórs, og konu hans, Guðrúnu Arnbjarnardóttur. Mynd/Eyþór Jóvinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK