Kjarasamningar fíllinn í herberginu

Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands.
Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands. mbl.is/Ómar

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði komandi kjarasamninga vera fílinn í herberginu við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem hefur ákveðið að lækka stýrivexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur. Áður höfðu vext­irn­ir verið óbreytt­ir frá nóv­em­ber 2012.

„Verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun. Miklar launahækkanir gætu hins vegar grafið undan þessum nýfengna verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný,“ sagði hann.

Miklar hækkanir í sögulegu samhengi

Már benti á að hækkanir mættu vel vera með svipuðu móti og í síðustu kjarasamningum en þá var samið um 2,8 prósent launahækkun. Þá varð honum rætt um einstaka hópa sem krefjast hlutfallslega hærri launahækkunar. Slíka hækkun sagði hann vel geta rúmast innan heildarmeðaltalsins en að slíkt þyrfti að vera með samþykki annarra og þá vegna sérstakra aðstæðna eða vegna þess að þeir hafi dregist aftur úr.

Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði þó að síðustu kjarasamningar teldust ansi ríflegir ef þeir væru settir í sögulegt samhengi og töluvert hærri en það sem sést hefur í nágrannalöndum okkar. Það þyrfti að hafa í huga við gerð næstu kjarasamninga.

Fagna vaxtalækkuninni

Sam­kvæmt spá bank­ans, sem birt­ist í Pen­inga­mál­um í dag, eru horf­ur á held­ur minni hag­vexti í ár en spáð var í ág­úst. Áfram er gert ráð fyr­ir kröft­ug­um vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar og þrótt­mikl­um hag­vexti á næstu þrem­ur árum. Bat­inn á vinnu­markaði held­ur einnig áfram, þótt nokkuð hafi dregið úr vexti vinnu­afls­eft­ir­spurn­ar.

Í yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins sem birt var í morgun er vaxtalækkuninni fagnað og jafnframt bent á að skilaboð Seðlabankans um skilyrði til að lækka vexti enn frekar séu þörf áminning til aðila vinnumarkaðarins.

Frétt mbl.is: Lækka stýrivexti um 0,25%

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir