Reglur um merkingar stoppuðu Costco

Costco opnar í Garðabæ á næsta ári.
Costco opnar í Garðabæ á næsta ári.

Þegar ljóst var að erfitt yrði að flytja inn matvæli frá Bandaríkjunum var tekin ákvörðun hjá Costco um að flytja verkefnið til Bretlands og verða því breskar matvörur frekar fluttar inn en bandarískar að sögn lögmanns Costco á Íslandi.

Versl­un Costco sem opn­ar á ís­landi er á veg­um breska Costco, sem er dótt­ur­fé­lag Costco Who­les­ale Corporati­on og nefn­ist Costco Who­les­ale United Kingdom Ltd. Líkt og mbl hefur áður greint frá verður verslunin opnuð í Kauptúni í Garðabæ á næsta ári.

Ekki hægt að komast hjá Evrópureglum

Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Costco á Íslandi, segir aðalmálið varðandi komu Costco hafa varðað reglur um matvælamerkingar. Hann segir málið hafa verið kannað rækilega hjá ráðuneytinu en hins vegar væru Evróputilskipanir um matvælamerkingar þess eðlis að ekki væri hægt að komast framhjá þeim. 

Auk vöruhúsanna í Bretlandi rekur Costco þar í landi einnig vöruhús fyrirtækisins á Spáni og gilda sömu reglur um matvælamerkingar í þeim löndum. Guðmundur segir Bretana þekkja reglurnar vel og því hafi þeir tekið yfir stjórn verkefnisins. Hann segir að eitthvað verði þó flutt inn frá Bandaríkjunum og að það verði þá merkt sérstaklega. Þá bendir hann á að matvæli séu einungis hluti vöruúrvalsins í Costco.

Bíða niðurstöðu EFTA

Varðandi bann við innflutningi á fersku kjöti segir Guðmundur að Costco hafi athugað hvort einhverjar breytingar yrðu þar á en nú séu hins vegar í gangi málaferli út af þessu vegna þessa og niðurstöðu verði því beðið. Vísar hann þar til niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem í haust úrskurðaði að íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti bryti í bága við EES samninginn.

Hvað sölu áfengis varðar segir hann forsvarsmenn Costco fylgjast með afdrifum frumvarps Vilhjálms Árnasonar, er legg­ur til frjálsa sölu áfeng­is í mat­vöru­versl­un­um. Skilaði Costco m.a. inn umsögn um frumvarpið þar sem sagði að einkaaðilar ættu að sjá um sölu áfeng­is, það væri hlut­verk stjórn­valda að setja regl­ur þar um.

Nýta fríverslunarsamning við Kína

Núna þegar búið er að negla niður fasteignina fyrir vöruhúsið segir Guðmundur að næsta skrefið lúti að því að undirbúa innkaup og vega og meta hvaða vörur eigi að flytja inn og hvaðan þær eigi að koma. Þá bendir hann á að margt sé keypt inn frá Kína og menn vilji því væntanlega nýta sér fríverslunarsamning Íslands og Kína. „Þeir ætla að skoða það nánar en það á að leggja allt kapp í það að greina mjög vel hvernig hægt sé að ná bestu verðunum hingað til lands. Þeir eru með stórt og mikið teymi í því og er mjög umhugað um að koma vörunum á sem hagstæðastan hátt til landsins,“ segir Guðmundur.

Þá segir hann teikningar af bensínstöð við verslunina vera í vinnslu hjá arkitektum og gerir ráð fyrir að þar verði hægt að fá bensín, dísel og hugsanlega metangas. Rafmagn verður að líkum hægt að fá upp við verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að gert sé ráð fyrir bensínstöðinni á milli hringtorgsins er liggur að Kauptúni og Reykjanesbrautar. Hann segir málið eiga eftir að fara í gegnum skipulagsnefnd og reiknar með að hægt verði að klára það í sumar.

Í stórum hluta þessa húss verður ný verslun Costco opnuð …
Í stórum hluta þessa húss verður ný verslun Costco opnuð á næsta ári. Um er að ræða 12 þúsund fermetra. mbl.is/Árni Sæberg
Bensínstöðin verður á milli hringtorgsins við Kauptún og Reykjanesbrautar.
Bensínstöðin verður á milli hringtorgsins við Kauptún og Reykjanesbrautar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK