Skattlagningin á ekki rétt á sér

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu haftaáætlun ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Golli

Með þeim tekjum sem ríkissjóður mun hafa af losun hafta af þrotabúum og aflandskrónum endurheimtir ríkissjóður það tjón sem rekja má til fjármálaáfallsins 2008 að miklu eða öllu leyti. Sérstök skattlagning, eins og verið hefur undanfarin ár, á því ekki rétt á sér.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) við frumvarpi fjármálaráðherra um stöðugleikaskatt.

Í umsögninni minna samtökin á þau fyrirheit stjórnvalda að taka til endurskoðunar skattlagningu fjármálafyrirtækja í kjölfar aðgerða hennar til að losa um gjaldeyrishöftin.

SFF segja að þessi sérstaka skattlagning valdi auknum kostnaði við innlenda fjármálaþjónustu. „Þessi kostnaður er umfram það sem erlendir samkeppnisaðilar íslenskra fjármálafyrirtækja þurfa að bera. Það veikir samkeppnisstöðu innlendra fjármálaþjónustu og ýtir undir þá þróun að fjármálaþjónusta færist úr landi.

SFF kalla eftir því að skattar á fjármálafyrirtæki verði samhliða þessum agðerðum endurskoðaðir og lækkaðir verulega til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjunum.

Þá leggja samtökin áherslu á að tekjur ríkisins af losun þessara eigna, sem um ræðir, veðri notaðar til að lækka skuldir ríkissjóðs.

„Þetta er mikilvægt til að tryggja jákvæð áhrif á lánshæfi landsins, en skuldastaða ríkissjóðs er einn veigamesti þátturinn sem hafður er til hliðsjónar við ákvörðun lánshæfis. Hagstæðara lánshæfismat ríkissjóðs mun verða öllu þjóðarbúinu til hagbóta á komandi árum. Þá er skuldalækkun ríkissjóðs líkleg til að stuðla að lækkun vaxta á langtímamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta,“ segir í umsögninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK