Beyoncé rekur alla á Red Lobster

Mynd af Wikipedia

Söngkonan Beyoncé gaf út sitt fyrsta lag frá árinu 2014 á sunnudag. Lagið hafði strax gífurleg áhrif á bandaríska veitingastaðinn Red Lobster. 

Stjórnendur veitingastaðarins hafa væntanlega ekki búist við 33 prósent söluaukningu í kjölfar útgáfunnar. Þar gerðist hins vegar og að sögn upplýsingafulltrúa keðjunnar var minnst á vörumerkið 42 þúsund sinnum á Twitter á fyrstu klukkustundinni eftir útgáfu.

Ástæðan er nokkuð einföld. Í textanum segir Beyoncé að hún verðlauni manninn sinn með máltíð á Red Lobster eftir kynlíf.

Flestir notendur á samfélagsmiðlum töldu að keðjan hefði þó mátt spila betur úr spilunum sem henni voru afhent. 

Nokkrum klukkustundum eftir útgáfuna birti keðjan mynd af ostastöngum og spurði hvort „Cheddar Bey Biscuits“ hljómaði ekki vel og vísaði þar með í gælunafn söngkonunnar.

Einhverjir voru fljótir að benda fyrirtækinu á að brandarinn hefði mátt vera betri eftir nokkurra klukkustunda umhugsun.

Þá sagði keðjan að erfitt væri að baka ostastangir og setja færslu inn á Twitter samtímis.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir