Flugvélakaup sögð mistök

Icelandair þotur á Keflavíkurvelli
Icelandair þotur á Keflavíkurvelli mbl.is/Árni Sæberg

Gríðarleg lækkun hlutabréfa Icelandair Group á síðustu dögum hefur leitt til þess að nokkrir lífeyrissjóðir munu þurfa að geta áhrifanna af henni í ársskýrslum sínum fyrir nýliðið ár. Í einhverjum tilvikum mun fall bréfanna hafa merkjanleg áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna, en hún ákvarðar hvort sjóðirnir geti til framtíðar staðið undir skuldbindingum sínum eða ekki. Fari tryggingafræðileg staða sjóða undir tiltekin mörk er þeim skylt að skerða réttindi sjóðfélaga. Með sama hætti ber stjórnum sjóða að auka réttindi sjóðfélaga, fari tryggingafræðileg staða þeirra yfir tiltekin mörk.

Frá áramótum hefur eignarhlutur þeirra 11 lífeyrissjóða sem mest eiga í Icelandair rýrnað um nærri 22 milljarða króna en sjóðirnir eiga meira en helming alls hlutafjár í félaginu.

Sérfræðingar á flugmarkaði, sem ekki vilja koma fram undir nafni, segja að margt bendi til að alvarleg mistök hafi verið gerð þegar Icelandair festi kaup á sextán nýjum 737MAX vélum frá Boeing en gengið var frá kaupunum árið 2013. Eiga vélarnar að leysa af hólmi Boeing 757 vélar sem félagið hefur haft í þjónustu sinni um langt árabil. Þannig hafi aðstæður á markaði breyst og vélarnar henti ekki nægilega vel inn í mikilvægasta leiðakerfi félagsins. Þá muni það reynast félaginu kostnaðarsamt að vinda ofan af viðskiptunum sem nema á annað hundrað milljörðum króna samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í tilefni kaupanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK