Hagar taka dýfu eftir afkomuviðvörun

Hagar glíma við breytt samkeppnisumhverfi.
Hagar glíma við breytt samkeppnisumhverfi. Eggert Jóhannesson

Það sem af er degi hafa hlutabréf í Högum lækkað um 6,2% í Kauphöllinni en bráðabirgðaupp­gjör fyr­ir júlí­mánuð sem var gefið út á föstudaginn sýn­di fram á sölu­sam­drátt, bæði í magni og krón­um.

Í tilkynningu um uppgjörið sagði að breytt staða á markaði hafi mik­il áhrif á fé­lagið. Má ætla að meðal annars sé um innreið Costco á markaðinn að ræða. 

Um miðjan júlí hafnaði samkeppniseftirlitið samruna Haga hf. og Lyfju hf á þeim grundvelli samruninn hefði skapað al­var­leg sam­keppn­is­leg vanda­mál og hindrað virka sam­keppni.

Þá var greint frá því á fimmtudaginn að Hagar hefðu hætt þátttöku í ís­lensku smá­sölu­vísi­töl­unni. Sagði Finnur Árnason forstjóri að þátttaka þjónaði ekki hagsmunum fyrirtækisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir