Níu sagt upp hjá Virðingu

Níu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Virðingu
Níu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Virðingu Ómar Óskarsson

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur sagt upp níu starfasmönnum vegna starfsmannabreytinga í tengslum við fyrirhugaðan samruna Virðingar við Kviku banka. Bæði Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið hafa samþykkt kaup Kviku banka á öllu hlutafé Virðingar. 

„Starfsmannabreytingar eru því miður óumflýjanlegar í tengslum við samruna félaganna.  Mér þykir leitt að kveðja öflugt og reynslumikið fólk sem hefur unnið fyrir Virðingu af eljusemi á undanförnum árum og vil ég þakka þeim fyrir vel unnin störf hjá félaginu,“ er haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, í tilkynningu frá félaginu. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir