Branson veðjar á háhraðagöng

Frumgerðin af háhraðahylki Hyperloop One.
Frumgerðin af háhraðahylki Hyperloop One. AFP

Breska fyrirtækjasamsteypan Virgin Group hefur fjárfest í fyrirtækinu Hyperloop One sem vinnur að hönnun svokallaðra háhraðaganga og verður það endurnefnt Virgin Hyperloop One. Stofnandi Virgin Group, Richard Branson, mun taka sæti í stjórn Virgin Hyperloop One en hann segist hafa trú á tækninni. 

„Eftir að hafa heimsótt prófunarstað Hyperloop One í Nevada og hitt stjórnendur þess í sumar er ég sannfærður um að þessi tækni muni bylta samgöngum og snarminnka ferðatíma,“ sagði milljarðamæringurinn Branson, sem hefur meðal annars fjárfest í verslun, útgáfu og flugsamgöngum í gegnum fyrirtækið sitt Virgin Group. 

Hyperloop One hafði áður safnað 160 milljónum Bandaríkjadala en það vinnur að hönnun háhraðaganga sem bandaríski frumkvöðullinn Elon Musk mótaði fyrstur hugmyndir um fyrir fjórum árum. Í háhraðagöngum væri hægt að ferðast milli staða hraðar en hljóðið. 

Fyrirtækið tilkynnti í ágúst að prófanir í eyðimörkinni við Las Vegas hefðu borið árangur. Það fullyrti að það hefði skotið hylki gegnum þrýstinglosuð göng á 309 kílómetra hraða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK