Hlutabréf í Apple slá met

iPhone X í búð Apple við Regent-stræti í Lundúnum í ...
iPhone X í búð Apple við Regent-stræti í Lundúnum í dag. AFP

Virði hlutabréfa í Apple hefur náð methæðum í dag á sama tíma og sala hefst á nýjustu útgáfu snjallsíma fyrirtækisins, iPhone X.

Nýjustu tölur tæknirisans sýna að sala hans jókst um 12% á þriðja fjórðungi ársins. Telur forstjórinn Tim Cook að aukningin haldi áfram út árið og að yfirstandandi ársfjórðungur verði sá stærsti í sögu fyrirtækisins, samkvæmt umfjöllun BBC.

Sérfræðingar á mörkuðum vestanhafs segja Apple nú nær því að verða fyrsta fyrirtækið sem metið er á billjón bandaríkjadala, en nú er það virði um 900 milljarða bandaríkjadala.

Í hönnun iPhone X er horfið frá hinum hefðbundna aðalhnappi neðst á framhlið símans en í stað hans fyllir skjárinn næstum alla framhliðina. Þá er hægt að aflæsa símann með sérstökum andlitsnema.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir