Nýr Geysir við Skólavörðustíg

Jóhann Guðlaugsson hefur byggt upp verslunarveldi á rúmum áratug.
Jóhann Guðlaugsson hefur byggt upp verslunarveldi á rúmum áratug. mbl.is/​Hari

Í næstu viku mun Geysir opna þriðju verslun sína við Skólavörðustíg en sérheiti hennar verður Geysir Heima.

Er opnun verslunarinnar enn eitt dæmið um ótrúlegan vöxt fyrirtækisins á síðustu árum en saga þess rekur sig aftur til ársins 2006 þegar Jóhann Guðlaugsson og þáverandi viðskiptafélagi hans tóku við rekstri verslunar og matsölu á Geysi í Haukadal.

Í dag hefur fyrirtækið haslað sér völl sem eitt helsta hönnunarfyrirtæki landsins og kannar Jóhann nú möguleika þess að koma vörunni á markað erlendis. Í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag bendir hann á að rekstur minjagripaverslana í miðbær Reykjavíkur, sem hann á einnig, hafi stutt við uppbyggingu fyrirtækisins allt frá upphafi. Þannig styðji ferðamannastraumurinn við íslenska hönnun og hátísku, ekki síður en aðra verslun og þjónustu í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK