Fékk sekt fyrir ummæli um Símann

Verslun og skrifstofur Símans.
Verslun og skrifstofur Símans. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Gagnaveita Reykjavíkur hefur verið sektuð af hálfu Neytendastofu um 500 þúsund krónur vegna ummæla framkvæmdastjóra fyrirtækisins um Símann. 

Í frétt á vef Neytendastofu er greint frá ákvörðuninni. Ummælin lét Erling Freyr Guðmundsson falla í grein sem hann skrifaði í Fréttblaðinu fyrir rúmu ári og fjallaði um þjónustu Símans og Gagnaveitunnar.

Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna og að framkvæmdastjórinn kæmi fram fyrir hönd Gagnaveitunnar. Neytendastofa taldi að ummælin væru ófullnægjandi og ósanngjörn gagnvart Símanum og að þau brytu gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Var Gagnaveitunni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti og hún sektuð um 500 þúsund krónur. 

Tjáningu um keppinauta settar skorður

Neytendastofa bendir á að fyrirtækjum er ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en með lögum eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða að vegið sé að keppinautum.

Að neðan eru ummælin sem Síminn kvartaði yfir:

„Gagnaflutningur hjá Landssímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta.“

„Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun [sic] skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans.“

„Síminn sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni.“

„Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK