Seldu föt fyrir einn og hálfan milljarð

Tískuverslanir Lindex högnuðust um 165 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 63 milljónir króna frá árinu áður. 

Rekstrartekjur voru 1.452 milljónir árið 2016 samanborið við 1.509 milljónir árið 2015. Félagið náði að draga úr rekstrargjöldum sem voru 1.266 milljónir í fyrra en 1.342 árið á undan.

Laun og starfsmannakostnaður hækkuðu lítillega milli ára, eða úr 352 milljónum króna í 358 milljónir. Á sama tíma fækkaði stöðugildum úr 53,5 í 50,5. 

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 610 milljónum, bókfært eigið fé í árslok var kr. 203.893.997 og eiginfjárhlutfall félagsins var 33%.

Lindex rekur í Smáralind, Kringlu, Akranesi, Laugavegi, Reykjanesbæ og Glerártorgi. Hluthafar í félaginu er tveir en þeir eru Albert Þór Magnússon með 49,325% og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir með 49,325%. Félagið á sjálft 1,35%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir