Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

Laugavegur 85. Eigandi hússins hefur leigt út hótelíbúðir. Staðsetningin hentar ...
Laugavegur 85. Eigandi hússins hefur leigt út hótelíbúðir. Staðsetningin hentar vel fyrir ferðaþjónustu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla.

Íbúðirnar fimm eru leigðar út af íbúðahóteli. Þær seljast með innbúi og öllum húsgögnum. Á bókunarvefnum Booking.com er hægt að leigja íbúð af félaginu Reykjavik4You Apartments á Laugavegi 85. Nótt í byrjun júní næsta sumar kostar um 27 þúsund.

Samkvæmt Fasteignaskrá á félagið Uppsalamenn ehf. fimm íbúðir í húsinu. Þær eru skráðar samtals 488 fermetrar. Ásett verð er því rúmlega milljón á fermetra. Það fermetraverð kann að lækka eitthvað með tilliti til geymslna og rýmis í kjallara, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fasteign þessa í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir