Hæstiréttur hafnaði dómi í Lúxlekamáli

Frá vinstri til hægri: Franski blaðamaðurinn Edouard Perrin - sem …
Frá vinstri til hægri: Franski blaðamaðurinn Edouard Perrin - sem var sýknaður í héraðsdómi, Raphael Halet og Antoine Deltour, fyrrum starfsmenn PwC í Lúxemborg. AFP

Hæstiréttur Lúxemborgar hafnaði í morgun dómi undirréttar í máli uppljóstrara sem láku þúsundum skjala í svo kölluðu „Lúxlekamáli“. Er áfrýjunardómstól gert að taka málið upp að nýju og skipa nýja dómara í málinu, samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar.

Ljóstrað var upp um samn­inga sem gerðir voru við 340 stór­fyr­ir­tæki á borð við Pepsi, Ikea, Deutsche Bank og FedEx sem gerðu þeim kleift að kom­ast und­an him­in­há­um skatt­greiðslum þrátt fyr­ir að vera með lág­marksstarf­semi þar í landi. Að minnsta kosti eitt ís­lenskt fyr­ir­tæki var á list­an­um, Kaupt­hing í Lúx­em­borg.

Svo virðist sem fyr­ir­tæk­in hafi veitt hundruð millj­arða Banda­ríkja­dala í gegn­um Lúxemborg og þannig sparað sér millj­arða doll­ara sem ella hefðu farið í skatt­greiðslur. Á þessum tíma var Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar. 

Tveir fyrr­ver­andi starfs­menn end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Pricewater­hou­seCoo­pers í Lúx­em­borg voru árið 2016 sak­felld­ir fyr­ir að hafa lekið skatta­upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Annar þeirra, Antoine Deltour, var síðar dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir áfrýjunardómstól, auk þess sem honum var gert að greiða 1.500 evrur í sekt. Hæstiréttur hefur nú ógilt dóm áfrýjunardómstólsins en ekki dóminn yfir félaga Deltours, Raphael Halet, sem var dæmdur til að greiða eitt þúsund evrur í sekt fyrir áfrýjunardómstól. Þeir voru aftur á móti báðir dæmdir í fangelsi í héraðsdómi. 

Lúxlekamálið kom upp árið 2014 og vakti gríðarlega athygli enda upplýst um skattaundanskot stórfyrirtækja. Í kjölfar Lúxlekans komu ný svipuð mál upp eins og Panamaskjölin og Paradísarskjölin.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK