Niki Lauda endurheimtir Niki

Niki Lauda ætlar að hefja flugfélagið aftur til vegs og …
Niki Lauda ætlar að hefja flugfélagið aftur til vegs og virðingar. AFP

Austurríski ökuþórinn Niki Lauda fær að kaupa eignir flugfélagsins Niki sem hann stofnaði sjálfur árið 2003. Ekki hefur enn verið gefið upp hvað felst í tilboðinu.

Tilboð Lauda var valið fram yfir tilboð fyrirtækisins IAG sem fer með eignarhlut í flugfélögunum Aer Lingus, British Airways, Iberia og Vueling. Þetta er þriðja tilboð Lauda í Niki sem var áður hluti af hinu gjaldþrota Air Berlin en starfsemi þess er núna í höndum Lufthansa. Lauda seldi Niki til Air Berlin árið 2011. 

IAG tilkynnti í síðasta mánuði um að það hefði verið valið til þess að kaupa allt að 15 flugvélar af gerðinni A320 úr þrotabúi Niki, sem og safn af bestu stæðunum. Verðið var talið vera allt að 20 milljónir evra og við það hefðu bæst 16,5 milljónir evra sem þurfti til að spýta fé inn í félagið. Þá sagði IAG að það ætlaði að ráða 740 af þeim þúsund starfsmönnum sem störfuðu hjá Niki.

Hins vegar var aftur ráðist í uppboðsferli um miðjan janúar eftir að Austurríki gerði tilkall til þess að ferlið færi fram þar í landi. Lauda fór ekki leynt með tilboð sín í flugfélagið og lofaði að viðhalda því í sömu mynd. Hann lofaði því einnig að allir starfsmenn Niki héldu störfum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK