Icepharma og Lyfis renna saman

Lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækið Icepharma hefur keypt meirihluta hlutafjár í Lyfis sem horfir fram á verulegan samdrátt í veltu þegar það missir umboð fyrir vörur frá Teva/Ratiopharm.

Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem hefur lagt blessun sína yfir samrunann. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að ekki séu nægjanlega ríkar forsendur fyrir íhlutun eftirlitsins í samrunann. 

Ómar Kristjánsson átti allt hlutaféð í Lyfis samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi félagsins frá árinu 2016. Það er bæði markaðsleyfishafi og umboðsaðili fyrir yfir 100 lyf sem eru mestmegnis samheitalyf. Lyfis velti 615 milljónum króna árið 2016 og skilaði hagnaði upp á 171 milljón króna.

Rekja má um helming af veltu félagsins til vara frá lyfjaframleiðandanum Teva/Ratiopharm en frá næstu áramótum fara þessar vörur til annars íslensk umboðsaðila. Má því vænta þess að velta fyrirtækisins dragist verulega saman eftir það, að því er kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. 

Velta Icepharma nam 9 milljörðum síðastliðið rekstrarár og kom helmingur hennar frá lyfjasviðinu. Kristján Jóhannsson og Jóhann Ingi Kristjánsson eru stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu með 31,25% hlut hvor. Margrét Guðmundsdóttir á 18,38% og Karl Þór Sigurðsson 12,28% en aðrir eiga smærri hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK