Bæjarbíó handhafi Hvatningarverðlauna

Handhafar Hvatningaverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar.
Handhafar Hvatningaverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Aðsend

Hvatningarverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar (MsH) voru veitt í annað sinn sinn í gær, við hátíðlega athöfn í Hafnarborg.  Komu verðlaunin í hlut hlut Bæjarbíós og rekstraraðila þess þeirra Páls Eyjólfssonar og Péturs Stephensen.

Fengu þeir verðalaunin fyrir að hafa „lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá MsH.

Voru alls um 100 viðburðir og tónleikar haldnir í Bæjarbíói á síðasta ári, auk þess sem komið var á fót í Bæjarbíói nýrri árlegri þriggja daga tónlistar-og bæjarhátíð „Hjarta Hafnarfjarðar“. 

Þá var Ingvari Guðmundssyni, eiganda Dyr ehf., veitt viðurkenning fyrir að hafa verið í fararbroddi og stuðlað að skemmtilegri uppbyggingu á Strandgötu 75. Eins var systrunum Guðrúnu og Sjöfn Sæmundsdætrum í Dalakofanum veitt viðurkenningu fyrir þrautseigju, einurð og fyrir að hafa staðið vaktina allan þennan tíma en fyrirtækið var stofnað árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK